Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 22. febrúar 2023 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sá markahæsti á Íslandi framlengir í Uppsveitum
Raðaði inn í fyrra.
Raðaði inn í fyrra.
Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Mynd: sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Uppsveitir hafa framlengt samning sinn við rúmensku markavélina George Rasvan og mun hann spila með liðinu í nýrri 4. deild í sumar.

Rasvan raðaði inn mörkum í fyrra og var hann þá markahæsti leikmaður í deildakeppni hér á landi, skoraði 41 mark í fimmtán deildarleikjum og tvö mörk í tveimur bikarleikjum.

Tímabilið á undan skoraði hann fjórtán mörk fyrir Kormák/Hvöt.

„Innkoma George í liðið breytti miklu og okkur munaði svo sannarlega um mörkin. Markaskorari af guðsnáð og vinnusamur í pressu en hleypur eins og stunginn grís í 90 mínútur ef þess gerist þörf. Leikmaður sem getur tekið yfir leiki eins og hann sýndi áhorfendum í sumar," segir í tilkynningu Uppsveita.

Í tilkynningunni kemur einnig fram að Rasvan, sem er 24 ára gamall, hafi með frammistöðu sinni vakið athygli á sér og að ýmsir möguleikar í efri deildum hafi staðið honum til boða. Niðurstaðan varð samt sú að hann skrifaði undir nýjan samning.

Uppsveitir unnu C-riðilinn í fyrra en féllu út gegn Árbæ í úrslitakeppni 4. deildar.


Athugasemdir
banner
banner