mið 22. febrúar 2023 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Steini: Langt síðan Filippseyjar fengu á sig fimm mörk
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna, svaraði spurningum eftir 5-0 sigur Íslands gegn Filippseyjum í lokaleik Pinatar Cup æfingamótsins á Spáni.


Lestu um leikinn: Filippseyjar 0 -  5 Ísland

Ísland lýkur þar keppni með sjö stig úr þremur leikjum og sigrar mótið. Steini var sáttur eftir lokaleikinn gegn Filippseyjum.

„Mér fannst við mjög góð í þessum leik frá byrjun til enda. Við vorum að skapa, lífleg með boltann og öguð varnarlega," sagði Steini eftir sigurinn og sagðist svo einnig vera ánægður með hvernig mótið gekk í heild sinni. „Mér fannst vera stígandi í þessu allan tímann hjá okkur og jákvæðir hlutir að gerast. 

„Við gerum okkur grein fyrir því að liðið sem við vorum að spila við núna er slakasta liðið á mótinu en ég held að þetta sé í fyrsta sinn í mjög langan tíma sem Filippseyingar fá á sig fimm mörk. Þetta lið spilaði 25 leiki á síðasta ári og fékk aldrei fimm mörk á sig, þær hafa mest fengið þrjú mörk á sig í einum leik og oftast bara eitt til tvö þannig við erum bara sátt með að hafa skapað svona mikið og skorað svona mörg mörk."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner