Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. febrúar 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Udinese hafnaði risatilboði frá Everton í janúar
Mynd: EPA

Pierpaolo Marino, stjórnandi hjá Udinese, er búinn að greina frá því að félagið hafnaði 'risatilboði' frá Everton í sóknarmanninn sinn, Beto, á lokadögum janúargluggans.


Beto er 25 ára Portúgali sem hefur verið að gera frábæra hluti með Udinese í Serie A. Hann er stór, stæðilegur og snöggur sóknarmaður sem er búinn að gera sjö mörk og gefa tvær stoðsendingar í 24 leikjum á tímabilinu. Á síðustu leiktíð skoraði hann 11 mörk í 29 leikjum með Udinese.

„Ég get staðfest að Pozzo fjölskyldan hafnaði risastóru tilboði í Beto undir lok janúar," sagði Marino í viðtali við ítalska ríkissjónvarpið.

Beto á þrjú og hálft ár eftir af samningi sínum við Udinese og er ítalska félagið tilbúið til að selja hann næsta sumar samkvæmt heimildum Fabrizio Romano.


Athugasemdir
banner
banner
banner