Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. febrúar 2023 18:00
Brynjar Ingi Erluson
Valur fær unglingalandsliðsmann frá Stjörnunni (Staðfest)
Mynd: Valur
Valur gekk í dag frá samningum við tvo unglingalandsliðsmenn en þeir koma frá Haukum og Stjörnunni. Félagið greinir frá þessu á heimasvæði sínu á Facebook.

Elmar Freyr Hauksson er öflugur framherji sem kemur frá Stjörnunni. Hann er fæddur árið 2006 og á að baki tvo landsleiki og eitt mark fyrir U15 ára landsliðið.

Hann hefur verið iðinn við að skora fyrir yngri flokka Stjörnunnar síðustu ár og mun nú halda áfram að þróa feril sinn á Hlíðarenda en annar unglingalandsliðsmaður kom með honum í Val.

Það er Andri Steinn Ingvarsson. Hann er jafnaldri Elmars og kemur frá Haukum.

Þessi kraftmikli miðjumaður hefur þegar spilað sex leiki fyrir meistaraflokk Hauka og skorað eitt mark.

Andri hefur æft reglulega með meistaraflokki Val og komið við sögu í Lengjubikarnum en hann hefur nú skrifað undir samning við félagið.

Hann á tvo landsleiki að baki fyrir U15 ára landslið Íslands.
Athugasemdir
banner
banner