Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 22. febrúar 2023 17:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Persie á fréttamannafundinum og fylgdist svo með æfingu
Robin van Persie fagnar hér marki með Man Utd.
Robin van Persie fagnar hér marki með Man Utd.
Mynd: Getty Images
Robin van Persie var staddur á æfingasvæði Manchester United í dag og fylgdist með gangi mála í undirbúningi liðsins fyrir stórleikinn gegn Barcelona á morgun.

Man Utd mætir Barcelona í seinni leik liðanna í umspili fyrir 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á morgun. Staðan í einvíginu er 2-2.

Van Persie, sem lék með Man Utd frá 2012 til 2015, var staddur á fréttamannafundi Erik ten Hag og fylgdist einnig með æfingu liðsins. Það var vel tekið á móti honum á æfingu en hann er greinilega vinsæll á meðal leikmannahópsins.

Van Persie er að læra af Ten Hag en hann var í viku hjá félaginu í desember síðastliðnum. Hann lagði skóna á hilluna fyrir þremur árum og hefur verið að koma sér út í þjálfun síðan þá.

Van Persie hefur verið að þjálfa í akademíunni hjá uppeldisfélagi sínu Feyenoord en hann hefur einnig nýtt tækifæri til þess að læra af Ten Hag, sem stýrir Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner