Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 22. febrúar 2023 11:40
Elvar Geir Magnússon
Veikindi ástæðan fyrir fjarveru De Bruyne og Laporte
Kevin De Bruyne og Aymeric Laporte verða ekki með Manchester City í fyrri leik liðsins gegn RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Leikmennirnir æfði ekki í gær og eru ekki í hópnum sem ferðaðist til Þýskalands.

Pep Guardiola hefur staðfest að þeir séu fjarverandi vegna veikinda.

Varnarmaðurinn John Stones missir einnig af leiknum en hann er að jafna sig eftir meiðsli. Hinn tvítugi Argentínumaður Maximo Perrone ferðaðist með í leikinn en hann kom frá Velez Sarsfield.

Leikurinn í kvöld verður í Þýskalandi en franski markaskorarinn Christopher Nkunku hjá RB Leipzig er tæpur fyrir leikinn.
Athugasemdir
banner