mið 22. febrúar 2023 18:20
Brynjar Ingi Erluson
Xhaka fær nýjan samning hjá Arsenal
Mynd: Getty Images
Svissneski miðjumaðurinn Granit Xhaka hefur hafið viðræður við Arsenal um nýjan samning en þetta kemur fram í enskum miðlum í kvöld.

Xhaka, sem er þrítugur, hefur spilað risastóra rullu í frábærum árangri Arsenal á þessu tímabili og er hann algjörlega ómissandi á miðsvæðinu.

Samningur Xhaka hjá Arsenal gildir út næstu leiktíð en hann hefur nú hafið viðræður um framlengingu á samningi sínum.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur gefið græna ljósið og vill hann ólmur halda þessum sterka miðjumanni.

Það eru rúm þrjú ár síðan Xhaka var sviptur fyrirliðabandinu hjá Arsenal eftir að hann lenti upp á kant við stuðningsmenn félagsins er honum var skipt af velli í leik gegn Crystal Palace.

Allt stefndi í að hann myndi fara frá félaginu í janúar árið 2020 en Arteta sannfærði Xhaka um að vera áfram og tókst honum heldur betur að snúa við blaðinu.

Arsenal er nú á toppnum með 54 stig, tveimur meira en Manchester City og á leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner