Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 22. febrúar 2024 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Everton vonast til að fá niðurstöðu á næstu dögum
Mynd: Getty Images

Everton var refsað fyrir brot á fjármálareglum í nóvember í fyrra og tíu stig voru dregin af liðinu í kjölfarið.


Félaginu fannst niðurstaðan full hörð en þetta er harðasti dómur sem félag hefur fengið í sögu úrvalsdeildarinnar.

Everton áfrýjaði dómnum og Sean Dyche stjóri liðsins sagði frá því á fréttamannafundi í dag að félagið vonaðist til að fá svar við áfrýjuninni í lok þessa mánaðar.

Eins og staðan er í dag er Everton með 20 stig í 17. sæti deildarinnar.

Bítlaborgarfélagið gæti fengið frekari refsingu eftir að úrvalsdeildin ákærði félagið ásamt Nottingham Forest fyrir brot á fjármálareglum á síðasta keppnistímabili.


Athugasemdir
banner
banner