Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 22. febrúar 2024 20:11
Ívan Guðjón Baldursson
Ittihad og Hilal mætast í Meistaradeildinni - Benzema skoraði sjálfsmark
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sádi-arabísku félögin Al-Ittihad og Al-Hilal, sem eru með stjörnum prýddum leikmannahópa, eru komin áfram í næstu umferð asísku Meistaradeildarinnar eftir sigra í kvöld. Þau mætast innbyrðis í 8-liða úrslitunum og getur sigurliðið þar svo mætt Cristiano Ronaldo og félögum í Al-Nassr í undanúrslitum.

Liðin áttu bæði heimaleiki og vann Al-Ittihad 2-1 áður en Al-Hilal sigraði sinn leik 3-1.

Al-Ittihad mætti Navbahor Namagan frá Úsbekistan eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum ytra.

Al-Ittihad stjórnaði ferðinni en átti í erfiðleikum með að skora og lenti óvænt undir þegar Karim Benzema varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Frakkinn bætti þó upp fyrir sjálfsmarkið með því að leggja upp jöfnunarmarkið fyrir morrokóska framherjann Abderrazak Hamdallah.

Staðan var jöfn í leikhlé og héldu yfirburðir Al-Ittihad áfram, en heimamönnum tókst ekki að koma boltanum í netið. Benzema tókst það loks á 75. mínútu en ekki dæmt mark vegna rangstöðu, eftir athugun í VAR-herberginu.

Það kom ekki að sök fyrir heimamenn því þeir náðu að kreista fram verðskuldað sigurmark undir lokin, þegar Toma Tabatadze skoraði sjálfsmark á 87. mínútu.

Al-Hilal tók á móti Sepahan frá Íran eftir 1-3 sigur í fyrri leiknum, en staðan var markalaus í leikhlé í dag og tóku gestirnir forystuna snemma í síðari hálfleik en misstu svo mann af velli með rautt spjald.

Tíu leikmenn Sepahan réðu ekki við stjörnurnar í Al-Hilal og urðu lokatölur 3-1 eftir mörk frá Rúben Neves, Aleksandar Mitrovic og Salem Al-Dawsari. Í heildina vann Al-Hilal því 6-2 gegn Sepahan og munu leikmenn mæta funheitir til leiks í stórleik gegn Al-Ittihad í næstu umferð.

Al-Ittihad 2 - 1 Navbahor Namangan (2-1)
0-1 Karim Benzema ('25, sjálfsmark)
1-1 Abderrazak Hamdallah ('45+6)
2-1 Toma Tabatadze ('87, sjálfsmark)

Al-Hilal 3 - 1 Sepahan (6-2)
0-1 F. Ahmadzadeh ('54)
1-1 Salem Al-Dawsari ('76)
2-1 Ruben Neves ('82)
3-1 Aleksandar Mitrovic ('97)
Rautt spjald: S. Yazdani, Sepahan ('71)
Athugasemdir
banner
banner