Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 22. mars 2020 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
René Higuita með skemmtileg skilaboð vegna veirunnar
Mynd: Getty Images
Rene Higuita, goðsagnakenndur fyrrum landsliðsmarkvörður Kólumbíu, hefur bæst í hóp þeirra sem hvetur fólk til að halda sig heima á meðan kórónaveiran herjar á heiminn.

Higuita var þekktur fyrir afar óhefðbundinn leikstíl þar sem hann var duglegur við að fara af marklínunni, jafnvel með boltann á jörðinni.

Hann er frægur fyrir sporðdrekasparkið sitt sem hann notaði meðal annars í landsleik gegn Englandi á Wembley um aldamótin.

Higuita tók stundum föst leikatriði fyrir Kólumbíu og skoraði þrjú mörk á landsliðsferlinum.

Þessir tilburðir Higuita áttu þó til að koma í bakið á honum líkt og gerðist á HM 1990 þegar Kamerún sló Kólumbíu úr leik. Higuita reyndi þá að plata Roger Milla, sóknarmann Kamerún, sem stal boltanum og skoraði sigurmarkið.

Hér fyrir neðan má sjá tíst Higuita, þar sem hann birtir skemmtilega mynd af stundinni þegar Milla stal boltanum af honum. Á myndinni stendur „Ef þeir segja þér að fara út, ekki gera það!!"


Athugasemdir
banner
banner
banner