Edouard Mendy, markvörður Chelsea, gefur ekki kost á sér í komandi landsleiki með Senegal.
Mendy er á leið í tannaðgerð og verður frá keppni í nokkra daga í kjölfarið.
Mendy er á leið í tannaðgerð og verður frá keppni í nokkra daga í kjölfarið.
„Mendy verður áfram hér því hann þarf að fara í tannaðgerð," sgaði Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, eftir 2-0 sigur á Sheffield United í gær.
„Hann þarf að hitta tannlækni því það þarf að klára þetta."
Mendy spilaði ekki í gær en hann hefur hins vegar leikið mjög vel á þessu tímabili.
Athugasemdir