mið 22. mars 2023 18:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Óskar og Birkir skrifa undir tveggja ára samninga við Fylki
Birkir Eyþórsson
Birkir Eyþórsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fylkir er að undirbúa hópinn fyrir komandi átök í Bestu deildinni. Liðið tryggði sér sæti í deildinni með sigri í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Tveir uppaldir Fylkismenn hafa framlengt samninga sína við félagið. Um er að ræða þá Óskar Borgþórsson og Birki Eyþórsson en þeir skrifuðu báðir undir tveggja ára samning.


Óskar er tvítugur sóknarmaður sem hefur leikið 49 leiki fyrri félagið og skorað í þeim 9 mörk.

Birkir er 23 ára gamall miðjumaður sem hefur leikið 74 leiki fyrir félagið og einnig skorað níu mörk.

„Við fögnum því að leikmenn séu að framlengja samninga við félagið og hlökkum til að sjá þá á vellinum í deild þeirra bestu," segir í tilkynningu frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner