Það komu nokkrir Íslendingar, sem ekki eru uppteknir með landsliðinu, við sögu í æfingaleikjum dagsins í Evrópu.
Ísak Snær Þorvaldsson byrjaði á bekknum í 2-0 sigri Rosenborg gegn AIK áður en Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Gautaborgar sem lagði finnska félagið Mariehamn að velli, með tveimur mörkum gegn engu.
Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson voru þá báðir í byrjunarliði Ham-Kam sem tapaði gegn Tromsö.
Íslendingalið Venezia tapaði gegn Koper frá Slóveníu og þá sigraði Sarpsborg örugglega gegn BK Häcken, á meðan Varberg gerði jafntefli við Eskilsminne.
Stromsgodset sigraði gegn KFUM Oslo, Brommapojkarna lagði Örebro að velli og Östersund tapaði á móti Levanger.
Rosenborg 2 - 0 AIK
Göteborg 2 - 0 Mariehamn
Tromsö 2 - 0 Ham-Kam
Koper 4 - 2 Venezia
Hacken 0 - 4 Sarpsborg
Varberg 1 - 1 Eskilsminne
Stromsgodset 2 - 1 KFUM Oslo
Orebro 1 - 3 Brommapojkarna
Levanger 2 - 1 Ostersund
Athugasemdir