Douglas Luiz gæti snúð aftur til Englands - Liverpool hefur áhuga á leikmanni Lyon - Nmecha til Man Utd?
   lau 22. mars 2025 15:20
Brynjar Ingi Erluson
Tuchel vill fá meira frá Foden og Rashford - „Ekki nógu áhrifamiklir“
Marcus Rashford og Phil Foden
Marcus Rashford og Phil Foden
Mynd: EPA
Thomas Tuchel, landsliðsþjálfari Englands, segist vilja fá meira frá þeim Phil Foden og Marcus Rashford en þetta sagði hann eftir 2-0 sigurinn á Albaníu í undankeppni HM í gær.

Foden og Rashford voru báðir í fyrsta byrjunarliðinu í stjórnartíð Tuchel.

Þeir tveir náðu ekki að setja mark sitt á leikinn og kallar Tuchel eftir því að þeir hafi meiri áhrif á leiki.

„Við erum að vonast eftir meiri áhrifum frá leikmönnum í þessum stöðum. Rekja boltann meira og taka aggresífari hlaup í átt að teignum. Það vantaði en færin komu eftir þessi litlu hlaup á milli lína. Þeir voru ekki eins og afgerandi og þeir geta verið,“ sagði Tuchel.

Þjóðverjinn var spurður hvort það vantaði meiri trú í Foden þegar hann spilar með landsliðinu.

„Við munum hvetja hann til að gera það sem hann gerir best, sem er að hlaupa á varnarmann og rekja boltann. Báðir vængmennirnir sem byrjuðu voru ekki eins áhrifamiklir og þeir geta verið í félagsliðafótbolta. Ég veit ekki af hverju við vorum í svona miklu basli með að koma boltanum hratt á þá.“

„Það vantaði hlaup án bolta og þá vorum við kannski aðeins of mikið í því að senda boltann, en vantaði að rekja boltann og ekki nógu árásargjarnir í átt að markinu. Þeir æfðu mjög vel og voru afgerandi á æfingum, sem er ástæða þess að mér fannst þeir eiga skilið að byrja. Síðustu vikur hafa þeir verið góðir með félagsliðum sínum. Við munum halda áfram að hvetja þá áfram,“
sagði Tuchel enn fremur.

England mætir Lettlandi í öðrum leik liðsins í undankeppni HM á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner