Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   sun 22. apríl 2018 19:01
Ívan Guðjón Baldursson
Kristján G: Spurning hvort Valsarar svitni í fyrri
Fleiri útlendingar á leiðinni
Kristján Guðmunds var hress eftir æfingaleikinn.
Kristján Guðmunds var hress eftir æfingaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV fékk FH í heimsókn í síðasta æfingaleik liðanna fyrir Íslandsmótið og höfðu Hafnfirðingar betur með tveimur mörkum gegn engu.

„Þetta var fínn leikur hjá báðum liðum, það var smá deildarfílingur í þessu," sagði Kristján Guðmundsson þjálfari Eyjamanna eftir tapið.

Kristján segir margt jákvætt hægt að taka úr leiknum þrátt fyrir tap og er ánægður með frammistöðu sinna manna þegar tók að líða á leikinn.

„Við erum mjög ánægðir með hvernig apríl hefur spilast hjá okkur, æfingaferðin kom vel út. Þetta er öðruvísi undirbúningstímabil heldur en í fyrra þegar við náðum ekki að spila neina leiki. Við þökkum FH-ingum fyrir að hafa komið hingað."

Kristján segist mjög spenntur fyrir komandi sumri enda sjaldan verið jafn mikil spenna og eftirvænting fyrir tímabil í Pepsi-deildinni.

„Þetta gæti orðið jafnari deild og ég held þetta sé bara áframhaldandi styrkleiki í íslenskum fótbolta. Liðin sem er búið að vera að tala niður fyrir sumarið líta ágætlega út og við verðum bara að sjá hvað verður.

„Það er alltaf erfitt að eiga við toppliðin en eins og við sáum núna þá gerðum við marga góða hluti og fengum fullt af opnum og góðum færum."


Kristján telur ríkjandi Íslandsmeistara Vals vera líklegasta til að hampa titlinum í sumar.

„Þeir gera tilkall til þess. Þeir tapa varla leik núna og það er spurning hvort þeir svitni í fyrri hálfleik í leikjunum sínum."

Kristján segir að fleiri útlendingar séu á leið til Vestmannaeyja, enda sé liðið í útlendingakeppni við FH. FH er með níu útlendinga í sínu liði en ÍBV átta.

„Við munum bæta við í þessari viku, það er alveg á hreinu."
Athugasemdir
banner
banner