Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mán 22. apríl 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram á nokkra reynslumikla leikmenn inni
Brynjar Gauti í æfingaleik í vetur.
Brynjar Gauti í æfingaleik í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vann frækinn 0-1 sigur á KR um helgina. Sigurinn var fyrsti útisigur liðsins frá tímabilinu 2022.

Fótbolti.net ræddi við Rúnar Kristinsson, þjálfara liðsins, eftir leikinn. Jannik Pohl og Brynjar Gauti Guðjónsson eru á meðal þeirra leikmanna sem glíma við meiðsli. Jannik lék með í fyrstu umferðinni en hefur misst af síðustu tveimur leikjum.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Það er óvíst með Jannik. Brynjar Gauti er ekki að æfa neitt núna (með okkur), er í ræktinni á fullu. Hlynur (Atli Magnússon) er byrjaður að æfa með liðinu, Aron Kári (Aðalsteinsson) er ennþá í ræktinni. Við erum að bíða eftir því að þessir leikmenn fari að koma og banka á dyrnar. Orri (Sigurjónsson) er nýbyrjaður að æfa, getur hugsanlega tekið eitthvað þátt í bikarleiknum í vikunni."

„Þetta eru eldri strákar, reynslumiklir og geta hjálpað okkur mikið,"
sagði Rúnar.

Framundan hjá Fram er leikur gegn Árbæ í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á fimmtudaginn í Þróttheimum.

Ætlaru að gera 11 breytingar á liðinu?

„Nei, alls ekki. Við þurfum að taka þeim leik mjög alvarlega. Auðvitað gerum við einhverjar breytingar, ég þarf að hvíla menn, gefa öðrum séns og halda öllum á tánum," sagði þjálfarinn.
Hlegið þegar Rúnar mismælti sig - „Öskraði KR og KR fékk innkastið"
Innkastið - Flugbraut fyrir meistarana og norðlensk neikvæðni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner