Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
banner
   mán 22. apríl 2024 20:57
Hafliði Breiðfjörð
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Kvenaboltinn
Vigdís Lilja.
Vigdís Lilja.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta var geggjaður leikur í dag og geggjað veður," sagði Vigdís Lilja Kristjánsdóttir eftir sigur Breiðabliks á Keflavík í 1. umferð Bestu-deildar kvenna í dag, 3-0.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  0 Keflavík

„Mér fannst þetta byrja erfiðlega en við unnum okkur í gegnum það og spiluðum vel restina af leiknum," hélt hún áfram en fannst henni Keflavíkurliðið betra en hún átti von á?

„Já, þær komu af mjög miklum krafti inn í leikinn og sýndu mjög mikinn hraða fram á við. Mér fannst þær flottar."

Vigdís Edda skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik í dag en hún spilaði í framlínunni.

„Það er geggjað að byrja sumarið vel, ég ætla að gera það sem ég get í sumar og stefnan er að fá að spila frammi og setja eins mörg mörk og ég get," sagði hún en er hún að hugsa um gullskó?

„Kannski svolítið, afhverju ekki?" sagði hún.

Frekar er rætt við Vigdísi í spilaranum að ofan en þar ræðir hún breytingarnar á liðinu og segir:

„Mér finnst margar mjög flottar hafa komið inn í liðið síðan í fyrra, við erum líka búnar að missa góða leikmenn en þær sem koma í staðinn góðar líka."

Nik Chamberlain tók við liðinu í vetur. Vigdís er ánægð með hann.

„Mér finnst hann geggjaður. Það eru settar kröfur á mig og ef ég geri mistök þá er bara áfram, áfram, áfram, sama hvað. Hann er kröfuharður en sanngjarn."
Athugasemdir
banner