Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   þri 22. apríl 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Ancelotti: Pressan er eins og eldsneyti fyrir mig
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti fagnar pressunni sem fylgir því að stýra Real Madrid og segist ekki hafa áhyggjur af sinni framtíð.

Spænska stórliðið tapaði gegn Arsenal í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona þegar sex leikir eru eftir af La Liga.

Vangaveltur eru í gangi um að Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, gæti tekið við Madrídarliðinu og þá er Ancelotti orðaður við landsliðsþjálfarastarf Brasilíu.

„Þetta hefur verið erfiðara tímabil en það síðasta. Saman þá munum við glíma við erfiðleikana. Ég er mjög ánægður með að það sé mikil pressa, þannig er það alltaf," segir Ancelotti.

„Pressa virkar sem eldsneyti á mig, hún truflar mig ekki heldur gefur mér meiri kraft. Svo lengi sem ég held áfram að stíga upp úr rúminu á morgnana þá er allt í góðu lagi."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner