Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 19:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elías á bekknum er Midtjylland missti toppsætið - Sigur hjá Daníel Frey
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson var á bekknum þriðja leikinn í röð þegar Midtjylland tapaði gegn Nordsjælland í dönsku deildinni í dag.

Leiknum lauk með 3-2 sigur Nordsjælland en Midtjylland er í 2. sæti með 49 stig, stigi á eftir FC Kaupmannahöfn þegar fimm umferðir eru eftir.

Daníel Freyr Kristjánsson er leikmaður í eigu Midtjylland en hann er á láni hjá Fredericia í næst efstu deild í Danmörku.

Hann lék allan leikinn þegar Fredericia vann Esbjerg á útivelli 2-0. Fredericia er í 2. sæti með 53 stig þegar fimm umferðir eru eftir. Liðið er með sjö stiga forystu á Horsens sem er í þriðja sæti en tvö efstu liðin vinna sér sæti í efstu deild.

Breki Baldursson sat allan tímann á bekknum hjá Esbjerg en liðið er með 37 stig í 6. sæti.


Athugasemdir
banner
banner