Ruud van Nistelrooy mun funda með stjórnarmönnum Leicester í þessari viku til þess að ræða um framtíð sína.
Það varð ljóst síðasta sunnudag að Leicester mun ekki leika lengur áfram í ensku úrvalsdeildinni. Það var hins vegar ljóst mun fyrr í rauninni því liðið hefur leikið hörmulega síðustu mánuði.
Það varð ljóst síðasta sunnudag að Leicester mun ekki leika lengur áfram í ensku úrvalsdeildinni. Það var hins vegar ljóst mun fyrr í rauninni því liðið hefur leikið hörmulega síðustu mánuði.
Van Nistelrooy tók við Leicester fyrir áramót eftir að hafa verið í þjálfarateymi Manchester United. Undir hans stjórn hefur Leicester ekki náð neinum árangri.
Það er ólíklegt að Van Nistelrooy verði áfram með Leicester á næsta tímabili en félagið hefur nú þegar teiknað upp lista yfir kandídata sem gætu tekið við af honum. Á þeim lista eru Lee Carsley, þjálfari enska U21 landsliðsins, Danny Röhl, stjóri Sheffield Wednesday, og Russell Martin sem stýrði síðast Southampton.
Það flækir þó málin að Van Nistelrooy er samningsbundinn til 2027 og Leicester þarf að greiða honum dágóða summu til að leysa hann undan samningi. Fjárhagsstaða Leicester er ekki frábær.
Athugasemdir