Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 13:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meiðslabras á sóknarmönnum Fjölnis - Rafael Máni missir af byrjun mótsins
Lengjudeildin
Rafael Máni er fæddur árið 2007. Hann skoraði 12 mörk í 15 leikjum með Vængjum Júpíters í fyrra áður en hann var kallaður inn í Fjölnisliðið í glugganum.
Rafael Máni er fæddur árið 2007. Hann skoraði 12 mörk í 15 leikjum með Vængjum Júpíters í fyrra áður en hann var kallaður inn í Fjölnisliðið í glugganum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þeir Máni Austmann Hilmarsson, Rafael Máni Þrastarson og Sigurjón Daði Harðarson voru á meðal þeirra sem ekki voru með Fjölni þegar liðið mætti Breiðabliki á föstudag.

Máni og Rafael eru mikilvægir leikmenn í sóknarleik liðsins og Sigurjón er aðalmarkmaður liðsins. Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, vonast eftir því að Sigurjón verði klár mjög fljótlega, en óvissa er með sóknarmennina.

„Staðan á hópnum er ágæt, við erum að koma saman. Það eru meiðsli á sterkum póstum, og svo koma strákar heim frá Bandaríkjunum úr háskóla þegar mótið byrjar. Það er aðeins óvíst með Mána, vitum ekki alveg tímalínuna, en ég á von á Sigurjóni inn á æfingar mjög fljótlega. Sölvi (Sigmarsson) fer svo fljótlega að koma á fullu inn á æfingar," sagði Gunnar Már eftir leikinn gegn Breiðabliki.

Máni Austmann hefur glímt við kálfameiðsli að undanförnu og Rafael fór úr axlarlið í æfingaferð Fjölnis. Það hafa heyrst áhyggjuraddir úr Grafarvoginum og slúðrað um að Rafael gæti orðið frá vegna meiðslanna langt fram á sumarið en þjálfarinn er bjartsýnn og vonast til að fá hann til baka í næsta mánuði.

Þjálfarinn vonast til að fá 1-2 leikmenn fyrir gluggalok og má telja nokkuð ljóst að Fjölnir sé að reyna fá sóknarmann. Lengjudeildin hefst eftir tíu daga og tekur Fjölnir á móti Keflavík í 1. umferð mótsins.
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Athugasemdir
banner
banner