
Rafael Máni er fæddur árið 2007. Hann skoraði 12 mörk í 15 leikjum með Vængjum Júpíters í fyrra áður en hann var kallaður inn í Fjölnisliðið í glugganum.
Þeir Máni Austmann Hilmarsson, Rafael Máni Þrastarson og Sigurjón Daði Harðarson voru á meðal þeirra sem ekki voru með Fjölni þegar liðið mætti Breiðabliki á föstudag.
Máni og Rafael eru mikilvægir leikmenn í sóknarleik liðsins og Sigurjón er aðalmarkmaður liðsins. Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, vonast eftir því að Sigurjón verði klár mjög fljótlega, en óvissa er með sóknarmennina.
Máni og Rafael eru mikilvægir leikmenn í sóknarleik liðsins og Sigurjón er aðalmarkmaður liðsins. Gunnar Már Guðmundsson, þjálfari Fjölnis, vonast eftir því að Sigurjón verði klár mjög fljótlega, en óvissa er með sóknarmennina.
„Staðan á hópnum er ágæt, við erum að koma saman. Það eru meiðsli á sterkum póstum, og svo koma strákar heim frá Bandaríkjunum úr háskóla þegar mótið byrjar. Það er aðeins óvíst með Mána, vitum ekki alveg tímalínuna, en ég á von á Sigurjóni inn á æfingar mjög fljótlega. Sölvi (Sigmarsson) fer svo fljótlega að koma á fullu inn á æfingar," sagði Gunnar Már eftir leikinn gegn Breiðabliki.
Máni Austmann hefur glímt við kálfameiðsli að undanförnu og Rafael fór úr axlarlið í æfingaferð Fjölnis. Það hafa heyrst áhyggjuraddir úr Grafarvoginum og slúðrað um að Rafael gæti orðið frá vegna meiðslanna langt fram á sumarið en þjálfarinn er bjartsýnn og vonast til að fá hann til baka í næsta mánuði.
Þjálfarinn vonast til að fá 1-2 leikmenn fyrir gluggalok og má telja nokkuð ljóst að Fjölnir sé að reyna fá sóknarmann. Lengjudeildin hefst eftir tíu daga og tekur Fjölnir á móti Keflavík í 1. umferð mótsins.
Athugasemdir