Franski framherjinn Moussa Dembélé, sem leikur fyrir Al-Ettifaq í efstu deild í Sádi-Arabíu, er búinn að kaupa annað fótboltafélag.
Hann hefur gengið frá kaupum á FK Minija sem leikur í næstefstu deild í Litháen.
Fjárfestingafyrirtækið Triple M, sem Dembélé stofnaði, er búið að kaupa litháíska félagið eftir að hafa keypt AS Mansa í Malí. Dembélé er fæddur í Frakklandi en báðir foreldrar hans eru frá Malí.
Dembélé hefur leikið fyrir Fulham, Celtic, Lyon og Atlético Madrid á ferli sínum sem atvinnumaður í fótbolta. Hann er 28 ára gamall og hefur aldrei þénað jafn mikið og hann gerir hjá Al-Ettifaq.
Athugasemdir