Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   þri 22. apríl 2025 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næsta áskorun Kára í bikarnum - „Var mjög stressaður fyrir því"
Andri hér lengst til vinstri.
Andri hér lengst til vinstri.
Mynd: Kári
Kári fór með sigur af hólmi í 3. deildinni í fyrra.
Kári fór með sigur af hólmi í 3. deildinni í fyrra.
Mynd: Kári
„Ég er gríðarlega spenntur. Við óskuðum þess að fá heimaleik. Stjarnan, það verður gaman og spennandi verkefni að fá þá," sagði Andri Júlíusson, þjálfari Kára, við Fótbolta.net í dag.

Bikarævintýrið heldur áfram hjá Káramönnum sem mæta næst Stjörnunni heima í Akraneshöllinni.

Kári, sem eru nýliðar í 2. deild, unnu óvæntan sigur á Fylki um páskana og mæta galvaskir í næstu umferð. Kári er venslafélag ÍA og þarna eru margir upprennandi leikmenn að taka sín fyrstu skref í meistaraflokki.

ÍA var enn í pottinum þegar Andri fór upp á svið á Laugardalsvelli. Var hann stressaður að draga Skagamenn upp úr pottinum?

„Já, ég var mjög stressaður fyrir því. Ég sagði við Ingimar og Jón Þór að svo lengi sem ÍA væri enn í pottinum, þá myndi ég draga. Ábyrgðin var á mér."

„Það hefði verið forvitnilegt að mæta ÍA en ég held samt að allir okkar lánsmenn hefðu fengið að spila. Það hefði verið áskorun fyrir ÍA að mæta góðu Káraliði," sagði Andri.

Þá förum við að spila okkar leik
Sigurinn á Fylkismönnum var sterk yfirlýsing hjá Kára fyrir sumarið sem er framundan.

„Mér finnst umræðan svolítið hafa farið í það að þeir hafi fengið öll þessi rauðu spjöld og við unnið út frá því. Ef þú horfir á leikinn sjálfan, þá erum við pínu hræddir við þá fyrstu 10 mínúturnar en svo förum við að spila okkar leik," sagði Andri.

„Ef ég væri gamall leikmaður að spila á móti 16-17 ára pjökkum og láta pakka mér saman, þá yrði ég pirraður líka. Andrúmsloftið í Akraneshöllinni er þannig að ef Káraliðið er í stuði, þá gefum við öllum leik."

Andri segir að umræðan í samfélaginu upp á Akranesi hafi verið skemmtileg eftir þennan óvænta bikarsigur. Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um leikinn gegn Fylki og framhaldið í sumar.
Athugasemdir
banner