Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 22. maí 2020 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Krónprinsinn fær grænt ljós á að kaupa Newcastle
Mohammed Bin Salman
Mohammed Bin Salman
Mynd: Getty Images
Krónprinsinn frá Sádi-Arabíu, Mohammed Bin Alman, er búinn að fá leyfi til þess að ganga frá kaupum á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United en þetta kemur fram í ensku blöðunum í dag.

Enska viðskiptakonan Amanda Stavaley er tengiliður að kaupunum en Bin Alman fer fyrir fjárfestingahópi frá Sádi-Arabíu og mun hann kaupa 80 prósent hlut í félaginu.

Bræðurnir David og Simon Reuben kaupa þá 10 prósent hlut í félaginu en samkvæmt The Sun þá hefur fjárfestingahópurinn fengið grænt ljós á að ganga frá kaupum á félaginu.

Kaupin hafa verið gagnrýnd en talið er að Bin Salman hafi skipulagt morð á blaðamanninum, Jamal Khasoggi í Istanbúl. Hatice Cengiz, kona Khasoggi, skrifaði bréf til stjórnarmanna ensku úrvalsdeildarinnar um að koma í veg fyrir kaupin.

Búist er við því að nýjur eigendurnir verði kynntir í kringum 1. júní og er gert ráð fyrir því að stuðningsmenn félagsins fagni skiptunum en mikil óánægja hefur verið með Mike Ashley, núverandi eiganda félagsins.
Athugasemdir
banner
banner