
Njarðvíkingar heimsóttu Grindavík í 3.umferð Lengjudeildarinnar í kvöld þegar liðin áttust við á Stakkavíkurvellinum í Grindavík.
Bæði lið voru fyrir leikinn taplaus en Njarðvíkingar höfðu gert tvö jafntefli til þessa á meðan heimamenn í Grindavík voru búnir að bera sigurorð af ÍA og gera jafntefli gegn Gróttu.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 0 Njarðvík
„Þetta var bara ekki nógu gott hjá okkur. Við vorum ekki nógu góðir í dag. Fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði með frammistöðuna." Sagði Arnar Hallsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.
„Það er ekkert mál að vera þéttir varnarlega, það er það auðvelda í þjálfun og fótboltalega að vera þéttir varnarlega en sóknarleikurinn hjá okkur í dag var bara afleitur fannst mér og við sköpuðum mjög lítið og vorum bara alls ekki nógu hættulegir."
„Fyrri hálfleikurinn spilaðist eins og við ætluðum okkur og hann gekk alveg eftir áætlun en svo ætluðum við að halda betur í boltann og þjarma að þeim í síðari hálfleiknum og við byrjuðum ekkert að því fyrr en við vorum komnir undir og þá var það bara orðið of seint."
„Leikmenn Njarðvíkurliðsins verða bara að átta sig á því að við erum að spila til sigurs frá fyrstu mínútu og þetta er klisja að þegar leikurinn er flautaður á þá eru tvö stig töpuð og við verðum að byrja að sækja þessi stig og mér fannst við ekki gera það og ég er mjög ósáttur við þetta hugarfar."
Nánar er rætt við Arnar Hallsson þjálfara Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |