Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 22. maí 2023 21:44
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Sveins: Vonandi töpum við ekki næstu tveimur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Já mér finnst þetta slæmt tap. Að tapa heima er aldrei gott en KR voru erfiðir í dag og gáfu sig virkilega í þetta og voru með yfirhöndina svona framan af leik fannst mér. Sérstaklega í baráttu og vinnslu og við leystum það ekki nógu vel sagði svekktur Jón Sveinsson þjálfari Fram eftir 1 - 2 gegn KR í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KR

Mér fannst megnið af seinni hálfleiknum sem við vorum með yfirhöndina og KR voru komnir alveg niður í skotgrafirnar og þeim líður svo sem ekkert illa þar. En við klárlega sköpuðum okkur færi og það kom ákefð og hlaup og barátta í okkar menn og fengum færi til að skora mörk en því miður að þá fór boltinn bara einu sinni inn og það dugði ekki til í dag.

Heilt yfir áttum við að fá eitthvað út úr þessum leik en vorum undir í baráttunni framan af, ég er alveg sammála því.

Ég tók eftir ákveðnu trendi þegar ég var að undirbúa leikinn í dag. Tvö jafntefli, tvö töp, tveir sigrar og nú tvö töp.

Já okei. Kemur í einhverjum tvennum. Ég kann ekki skýringu á því. En svona er þetta stundum, þá vonandi erum við ekki að fara að tapa næstu tveimur leikjum ef það heldur áfram þannig að við tökum því alveg.

Nánar er rætt við Jón hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner