
„Ég er mjög stolltur af liðinu í dag, vorum mjög góðir fannst mér. Varnarlega fannst mér við vera mjög þéttir, erfiðar aðstæður hérna í dag en mér fannst við spila fínan fótbolta á köflum, við sköpuðum okkur færi og skoruðum fínt mark eftir að hafa þrýst vel á þá í fyrri hálfleik og vorum verðskuldað yfir í hálfleik fannst mér og það er gríðarlega svekkjandi að hafa ekki farið með þrjú stigin heim í Mosfellsbæinn." sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar
Lestu um leikinn: ÍA 1 - 1 Afturelding
Afturelding spilaði gríðarlega vel í kvöld og var ekki að hleypa Skagamönnum í neitt langan hluta leiksins en eftir rauða spjaldið sem Sævar Atli Hugason fékk þá opnaðist leikurinn.
„Við erum yfir í hálfleik og við verjum forskotið vel hérna í seinni hálfleik og auðvitað setja þeir pressu á okkur þegar við vorum orðnir manni færri en það er engin ástæða til þess að við séum manni færri hérna síðustu tuttugu mínúturnar og það er bara eitthvað sem á ekkert að gerast."
Magnús Már Einarsson var allt annað en sáttur með þetta rauða spjald sem Sævar Atli Hugason fékk á 71.mínútu leiksins.
„Minn maður fer með annan fótin í tæklingu, vissulega með sólan og svolítið harkalega og ég get mögulega sagt að þetta sé gullt spjald en ég get alveg lofað þér því Siggi Jóns, Óli Þórðar og Alexander Högnason og þeir sem voru í stúkunni þeim sveldist á kaffinu að þetta er rautt spjald."
„Ég held að það hafi aldrei verið flautað rautt spjald á svona tæklingu hér á Akranesi og ég get lofað þér því að á þessum velli hafa verið tugi eða hundruði tæklinga undanfarin ár sem eru miklu verri en þessi sem hefur ekki verið rautt spjald þannig ég skil ekki hvernig maðurinn fær út að þetta sé rautt spjald."
Afturelding hefur byrjað mótið vel og er liðið með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og er Magnús Már sáttur en segir að liðið vilji meira.
„Ég er sáttur með gengið hingað til en þetta er bara rétt að byrja og við þurfum að halda áfram á þessari braut sem við erum á og nú jöfnum við okkur á þessu og svo bara er leikur á móti Gróttu á föstudaginn sem við mætum grimmir til leiks því við ætlum að safna fleiri stigum því við viljum meira. "