Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 22. maí 2023 22:51
Anton Freyr Jónsson
Magnús Már: Ég held það hafi aldrei verið flautað rautt spjald á svona tæklingu hér á Akranesi
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög stolltur af liðinu í dag, vorum mjög góðir fannst mér. Varnarlega fannst mér við vera mjög þéttir, erfiðar aðstæður hérna í dag en mér fannst við spila fínan fótbolta á köflum, við sköpuðum okkur færi og skoruðum fínt mark eftir að hafa þrýst vel á þá í fyrri hálfleik og vorum verðskuldað yfir í hálfleik fannst mér og það er gríðarlega svekkjandi að hafa ekki farið með þrjú stigin heim í Mosfellsbæinn." sagði Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 Afturelding

Afturelding spilaði gríðarlega vel í kvöld og var ekki að hleypa Skagamönnum í neitt langan hluta leiksins en eftir rauða spjaldið sem Sævar Atli Hugason fékk þá opnaðist leikurinn. 

„Við erum yfir í hálfleik og við verjum forskotið vel hérna í seinni hálfleik og auðvitað setja þeir pressu á okkur þegar við vorum orðnir manni færri en það er engin ástæða til þess að við séum manni færri hérna síðustu tuttugu mínúturnar og það er bara eitthvað sem á ekkert að gerast."

Magnús Már Einarsson var allt annað en sáttur með þetta rauða spjald sem Sævar Atli Hugason fékk á 71.mínútu leiksins.

„Minn maður fer með annan fótin í tæklingu, vissulega með sólan og svolítið harkalega og ég get mögulega sagt að þetta sé gullt spjald en ég get alveg lofað þér því Siggi Jóns, Óli Þórðar og Alexander Högnason og þeir sem voru í stúkunni þeim sveldist á kaffinu að þetta er rautt spjald."

„Ég held að það hafi aldrei verið flautað rautt spjald á svona tæklingu hér á Akranesi og ég get lofað þér því að á þessum velli hafa verið tugi eða hundruði tæklinga undanfarin ár sem eru miklu verri en þessi sem hefur ekki verið rautt spjald þannig ég skil ekki hvernig maðurinn fær út að þetta sé rautt spjald."

Afturelding hefur byrjað mótið vel og er liðið með sjö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar og er Magnús Már sáttur en segir að liðið vilji meira.

„Ég er sáttur með gengið hingað til en þetta er bara rétt að byrja og við þurfum að halda áfram á þessari braut sem við erum á og nú jöfnum við okkur á þessu og svo bara er leikur á móti Gróttu á föstudaginn sem við mætum grimmir til leiks því við ætlum að safna fleiri stigum því við viljum meira. "


Athugasemdir
banner
banner
banner