Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 22. maí 2023 21:57
Matthías Freyr Matthíasson
Rúnar K: Erum á slæmum stað í deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ég er mjög sáttur og gleðst alltaf þegar við fáum þrjú stig, þetta er bara annað skiptið í sumar sem við getum glaðst yfir því. En þetta er kærkominn sigur og menn lögðu á sig mikla vinnu til að ná í þessi þrjú stig sagði kátur Rúnar Kristinsson eftir góðan 1 - 2 sigur á Fram í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KR

Vissulega var ég orðinn stressaður undir lokinn. Þeir settu stóra menn fram og dældu löngum boltum og komu sér í ágætis stöðu, kannski út á köntunum en kannski ekkert ofarlega á vellinum en settu háa bolta inn á teiginn sem er alltaf 50/50 en við náðum að verjast því ágætlega þó svo að stöngin hafi hjálpað okkur í einu tilfellinu og Símen gerði ofboðslega vel í nokkur skipti en fótboltaleikir eru svona ef og hefði. 

Bikarleikurinn hjálpaði okkur, við skoruðum mörk í þeim leik og unnum þann leik og nýtt mót sem gaf okkur nýtt start og ný tækifæri menn slepptu sér aðeins lausum og gerðu aftur í dag. Spila flottan fótbolta og við sköpuðum mikið í fyrri hálfleik og spilum fínan bolta og aðeins meiri ró yfir okkur.

Við höfum verið og erum á slæmum stað í deildinni og við viljum ekki vera þarna og það eru kröfur á okkur KR-inga, mig, leikmenn og alla sem að þessu koma. Það eru átök að komast út úr þessu og við erum að vonast til þess að við getum haldið áfram að safna stigum. Því þrátt fyrir þennan sigur erum við ennþá í botnbaráttu.

Atli Sigurjóns átti flottan leik í dag en fór af velli í hálfleik, er hann meiddur?

Atli var bara veikur. Hann var ekki nægilega hraustur fannst honum sjálfum. Hann var tilbúinn til að spila tíu til fimmtán mínútur í seinni hálfleik og keyra sig út en við ákváðum að taka hann strax út til þess að passa að hann myndi ekki tæma allt af tankinum sínum og verða ennþá veikari fyrir vikið. Atli var búinn að standa sig vel og skora sitt fyrsta mark í sumar og gott að það kom. 

Kiddi Jóns var veikur í síðustu viku, lá heima hjá sér í þrjá daga fárveikur og búinn að æfa tvisvar og við ákváðum að henda honum í liðið og hann var bara búinn á því, æfa lítið en hann skilaði frábæru dagsverki þann tíma sem hann var inn á og hann var bara kominn með krampa kallinn þannig að hann bað um að fá að koma út af. 

Kristján Flóki fékk vægt höfuðhögg í bikarnum, engin heilahristingur eða slíkt og var orðinn góður daginn eftir. En við ákváðum að hvíla hann og gefa honum frí til að jafna sig betur og reyna að nýta hann í þennan hálftíma sem hann kom inná.

Nánar er rætt við Rúnar hér að ofan


Athugasemdir
banner