„Það er frekar súrt að missa þetta niður hérna í blálokinn. Þetta var helvíti fúlt því það var svo lítið eftir.” Segir Rúnar Páll Sigmundsson eftir 2-2 jafntefli sinna manna í Fylki gegn Stjörnunni.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 2 Fylkir
Rúnar Páll Sigmundsson er auðvitað einn dáðasti sonur Garðabæjar en hann var við stjórnvölinn þegar Stjarnan varð íslandsmeistari 2014.
Það er engin sérstök tilfinning að keppa við Stjörnuna. Maður þarf víst að gera það. Ég bý hérna og er hérna daglega þannig að það er ekkert vesen.
Fylkir missti þrjá leikmenn útaf meidda í dag sem er mikil blóðtaka.
„Ég býst ekki við að þetta sé mjög alvarlegt hjá þeim. Við erum að missa fullmarga í meiðsli og það reynir á hópinn okkar núna. Við nýtum hópinn vel í dag og þeir sem koma inn gera vel. Það var margt jákvætt í kvöld. Þetta er gaman og það er góður andi í liðinu. Það er erfitt að fara í gegnum okkur. Ef við erum þolinmóðir fara stigin að hrannast inn.
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir