
„Mjög ánægður með að hafa náð í þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, eftir sigur gegn Þór/KA í Laugardalnum í dag.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 1 Þór/KA
„Við stjórnuðum leiknum, bjuggum til betri færi og hefðum átt að vera einu eða tveimur mörkum yfir í hálfleik“ sagði hann svo en Þróttarar náðu ekki að skora fyr en seint í seinni hálfleik.
„Við vildum halda í boltann og hreyfa þær til svo við gætum fundið hálfsvæðin. Án boltans vildum við vera tilbúnar þegar þær myndu reyna að finna Söndru og Huldu (Ósk) og mér fannst við gera það mjög vel.“
Aðspurður hvernig stemningin væri fyrir bikarleiknum gegn Val sagði hann: „Þær eru spenntar, það er alltaf gaman að spila við Val. Laugardagskvöld, maður hefur ekkert betra að gera, það ættu allir að koma og horfa á Þróttur-Valur.“
Viðtalið er hægt að sjá í heild sinni hér að ofan.