Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 22. maí 2023 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
„Þeir keyra okkur yfir línuna og eru okkar tólfti og þrettándi maður"
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari Grindavíkur
Helgi Sigurðsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Grindavík tóku á móti nágrönnum sínum í Njarðvík á Stakkavíkurvelli í kvöld þegar 3.umferð Lengjudeildarinnar lauk.

Bæði lið voru fyrir umferðina taplaus en Grindavík var með 4 stig og Njarðvíkingar 2 stig. Grindavík gat með sigri komist á toppinn á Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Njarðvík

„Gríðarlega ánægður að hafa unnið þennan leik, þetta var sanngjarn sigur. Það var svo sem ekki mikið af færum en þau færi sem komu í leiknum voru okkar." Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld.

„Ég man ekki eftir færi hjá Njarðvíkingum í dag þannig að varnarlega stóðum við leikinn mjög vel, sóknarlega voru góðir kaflar inn á milli en við náðum aldrei að skora þetta annað mark sem að hefði kannski gert það að verkum að við klárum leikinn fyrr en allt í allt var þetta bara mjög öruggur sigur að mínu mati."

„Það vantaði svona þetta vissa drápseðli að ætla sér að klára leikinn 2-0 en tek ekkert af leikmönnum þeir börðust og hlupu við erfiðar aðstæður, það var blautt og völlurinn þungur og það var mjög erfitt en ég er bara gríðarlega ánægður með karakterinn og að vera búnir að spila núna þrjá leiki gegn sterkum andstæðingum í fyrstu deildinni og fá ekki á okkur mark ennþá er bara mjög sterkt. Það gefur okkur bara byr undir báða vængi en svo er það bara að koma sér niður á jörðina og byrja að einblína á næsta erfiða leik sem er á föstudaginn."

Nánar er rætt við Helga Sigurðsson þjálfara Grindavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner