![Lengjudeildin](/images/leng_150x150.png)
Grindavík tóku á móti nágrönnum sínum í Njarðvík á Stakkavíkurvelli í kvöld þegar 3.umferð Lengjudeildarinnar lauk.
Bæði lið voru fyrir umferðina taplaus en Grindavík var með 4 stig og Njarðvíkingar 2 stig. Grindavík gat með sigri komist á toppinn á Lengjudeildinni.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 0 Njarðvík
„Gríðarlega ánægður að hafa unnið þennan leik, þetta var sanngjarn sigur. Það var svo sem ekki mikið af færum en þau færi sem komu í leiknum voru okkar." Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld.
„Ég man ekki eftir færi hjá Njarðvíkingum í dag þannig að varnarlega stóðum við leikinn mjög vel, sóknarlega voru góðir kaflar inn á milli en við náðum aldrei að skora þetta annað mark sem að hefði kannski gert það að verkum að við klárum leikinn fyrr en allt í allt var þetta bara mjög öruggur sigur að mínu mati."
„Það vantaði svona þetta vissa drápseðli að ætla sér að klára leikinn 2-0 en tek ekkert af leikmönnum þeir börðust og hlupu við erfiðar aðstæður, það var blautt og völlurinn þungur og það var mjög erfitt en ég er bara gríðarlega ánægður með karakterinn og að vera búnir að spila núna þrjá leiki gegn sterkum andstæðingum í fyrstu deildinni og fá ekki á okkur mark ennþá er bara mjög sterkt. Það gefur okkur bara byr undir báða vængi en svo er það bara að koma sér niður á jörðina og byrja að einblína á næsta erfiða leik sem er á föstudaginn."
Nánar er rætt við Helga Sigurðsson þjálfara Grindavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.
![](/images/flags/flag_.png)
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |