Man Utd vill bakvörð Barcelona - Newcastle reynir við kantmann Malaga - Man Utd og Chelsea hafa áhuga á Delap
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mán 22. maí 2023 22:05
Stefán Marteinn Ólafsson
„Þeir keyra okkur yfir línuna og eru okkar tólfti og þrettándi maður"
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari Grindavíkur
Helgi Sigurðsson þjálfari Grindavíkur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Grindavík tóku á móti nágrönnum sínum í Njarðvík á Stakkavíkurvelli í kvöld þegar 3.umferð Lengjudeildarinnar lauk.

Bæði lið voru fyrir umferðina taplaus en Grindavík var með 4 stig og Njarðvíkingar 2 stig. Grindavík gat með sigri komist á toppinn á Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  0 Njarðvík

„Gríðarlega ánægður að hafa unnið þennan leik, þetta var sanngjarn sigur. Það var svo sem ekki mikið af færum en þau færi sem komu í leiknum voru okkar." Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari Grindavíkur eftir leikinn í kvöld.

„Ég man ekki eftir færi hjá Njarðvíkingum í dag þannig að varnarlega stóðum við leikinn mjög vel, sóknarlega voru góðir kaflar inn á milli en við náðum aldrei að skora þetta annað mark sem að hefði kannski gert það að verkum að við klárum leikinn fyrr en allt í allt var þetta bara mjög öruggur sigur að mínu mati."

„Það vantaði svona þetta vissa drápseðli að ætla sér að klára leikinn 2-0 en tek ekkert af leikmönnum þeir börðust og hlupu við erfiðar aðstæður, það var blautt og völlurinn þungur og það var mjög erfitt en ég er bara gríðarlega ánægður með karakterinn og að vera búnir að spila núna þrjá leiki gegn sterkum andstæðingum í fyrstu deildinni og fá ekki á okkur mark ennþá er bara mjög sterkt. Það gefur okkur bara byr undir báða vængi en svo er það bara að koma sér niður á jörðina og byrja að einblína á næsta erfiða leik sem er á föstudaginn."

Nánar er rætt við Helga Sigurðsson þjálfara Grindavíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner