Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 22. maí 2023 21:36
Matthías Freyr Matthíasson
Theodór Elmar: Búið að vera gríðarlega sárt
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Gríðarlega sáttur, stóð tæpt þarna í endann. Þeir náðu að setja svolitla pressu á okkur en fyrir markið þeirra vorum við með allt undir control þannig séð. En það kom smá press bara út af því sem er búið að ganga á undan og það var smá stress í liðinu og ekki alveg nógu mikið sjálfstraust sagði sáttur Theodór Elmar leikmaður KR eftir góðan 1 - 2 sigur á Fram í kvöld. 


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KR

Já það var stress yfir að missa leikinn í jafntefli. Sendingar voru ekki að hitta og það var eitthvað í undirmeðvitundinni, hræddir við að tapa þessu niður í staðinn fyrir að reyna við þriðja markið. En það er algjörlega eðlilegt miðað við stöðuna sem við erum í. 

Fyrstu fjörtíu og fimm voru mjög solid og þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi og við áttum slatta af skotum. Kannski urðum við aðeins of defensívir í seinni hálfleik, það var alls ekki planið. 

En okkur er skítsama hvernig þessir þrír punktar komu, við erum komnir með sjö stig og ætlum að klífa áfram upp töfluna.

Þetta er staður sem við viljum ekki vera á og við vitum að við erum of góðir til að vera þarna en við þurfum að sýna það inni á vellinum og mér finnst við vera farnir að gera það.

Það er búið að vera þungt. Það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, sérstaklega þegar við erum að tapa þeim illa og á móti liðum eins og Val sem eru okkar erkifjandi inni á vellinum. Það er búið að vera gríðarlega sárt en við sýnum það að við erum með sterkan karakter í hópnum og stöndum allir saman og stöndum á bak við þjálfarateymið og leikmenn snúa bökum saman og við snúum þessu við.

Nánar er rætt við Theodór Elmar hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner