Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   mán 22. maí 2023 21:36
Matthías Freyr Matthíasson
Theodór Elmar: Búið að vera gríðarlega sárt
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Gríðarlega sáttur, stóð tæpt þarna í endann. Þeir náðu að setja svolitla pressu á okkur en fyrir markið þeirra vorum við með allt undir control þannig séð. En það kom smá press bara út af því sem er búið að ganga á undan og það var smá stress í liðinu og ekki alveg nógu mikið sjálfstraust sagði sáttur Theodór Elmar leikmaður KR eftir góðan 1 - 2 sigur á Fram í kvöld. 


Lestu um leikinn: Fram 1 -  2 KR

Já það var stress yfir að missa leikinn í jafntefli. Sendingar voru ekki að hitta og það var eitthvað í undirmeðvitundinni, hræddir við að tapa þessu niður í staðinn fyrir að reyna við þriðja markið. En það er algjörlega eðlilegt miðað við stöðuna sem við erum í. 

Fyrstu fjörtíu og fimm voru mjög solid og þeir sköpuðu ekki eitt einasta færi og við áttum slatta af skotum. Kannski urðum við aðeins of defensívir í seinni hálfleik, það var alls ekki planið. 

En okkur er skítsama hvernig þessir þrír punktar komu, við erum komnir með sjö stig og ætlum að klífa áfram upp töfluna.

Þetta er staður sem við viljum ekki vera á og við vitum að við erum of góðir til að vera þarna en við þurfum að sýna það inni á vellinum og mér finnst við vera farnir að gera það.

Það er búið að vera þungt. Það er hundleiðinlegt að tapa fótboltaleikjum, sérstaklega þegar við erum að tapa þeim illa og á móti liðum eins og Val sem eru okkar erkifjandi inni á vellinum. Það er búið að vera gríðarlega sárt en við sýnum það að við erum með sterkan karakter í hópnum og stöndum allir saman og stöndum á bak við þjálfarateymið og leikmenn snúa bökum saman og við snúum þessu við.

Nánar er rætt við Theodór Elmar hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner