
ÍBV mætti í heimsókn á Origo völlinn fyrr í kvöld, leikar enduðu 2-0 fyrir Völsurum, Todor Hristov mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 ÍBV
„Aldrei gaman að tapa leik en ég er nokkuð stoltur af stelpunum. Þær stóðu sig vel og gerðu vel í leiknum. Á móti svona toppliðum ef þú missir einbeitingu í sekúndubrot eins og við gerðum í horni á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks þá er það svolítið crucial moment, því miður gerðum við það."
Olga Sevcova féll við í teig Vals og vildu ÍBV fá vítaspyrnu í stöðunni 1-0
„Ég ætla ekki alveg að fara þangað en ég ætla að leyfa ykkur að skoða þetta ef þið viljið og svarið þá sjálf."
„Við erum búin að vera í hörku prógrammi og bara mæta toppliðum fyrstu 5 umferðirnar og náðum að vinna tvo leiki, sem er svolítið „decent" að mínu mati. Við lærum og gerum betur næst."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir