Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 22. maí 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matip áfram í úrvalsdeildinni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Joel Matip hefur yfirgefið Liverpool eftir farsælan tíma hjá félaginu. Matip kom til Liverpool árið 2016 á frjálsri sölu frá Schalke.

Varnarmaðurinn er fyrrum landsliðsmaður Kamerún og vann hann alla titla sem í boði voru hjá Liverpool, einu sinni hvern.

Enska götublaðið the Sun orðar hann í dag við Bournemouth og Southampton. Bournemouth átti gott tímabil og var aldrei í neinni fallhættu. Southampton er á leið í úrslitaleik gegn Leeds um sæti í úrvalsdeildinni.

Matip er 32 ára og hefur ekki spilað síðan 3. desembe, þá sleit hann krossband í leik gegn Fulham.
Athugasemdir
banner
banner
banner