Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 22. júní 2019 19:30
Ester Ósk Árnadóttir
Eysteinn: Hefði viljað sjá meiri vilja til að vinna leikinn
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér fannst leikurinn einkennast af því að bæði lið fóru varfærnislega inn í hann. Okkur gekk illa að halda boltanum í seinni hálfleik og ég er ekki nógu ánægður með það. Ég er ánægður með það að koma hingað og halda hreinu. Það eru til verri úrslit hér heldur en að gera jafntefli," sagði Eysteinn þjálfari Keflavíkur eftir jafntefli gegn Þór í dag.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Keflavík

Keflavík féll aftarlega á völlinn í seinni hálfleik og náði ekki að ógna.

„Ég hefði vilja sjá meiri vilja til að vinna leikinn hjá okkur en að mörgu leiti hefur það sýna skýringar. Við erum ekki að skapa neitt í seinni hálfleik og Þórsarar herja á okkur. Þríhyrningurinn aftast hjá okkur var að spila vel og réðu við flest sem Þórsarar voru að bjóða upp á. Það er ekki planið hjá mér að fara svona aftarlega þótt við höfum sett áherslu á varnarleikinn en þá vill ég sjá okkur halda boltanum betur."

Keflavík er í þriðja sæti deildarinnar með 14 stig.

„Við erum á góðu pari má segja eins og er en við eigum að þora að stefna hærra. Mér fannst það vanta í dag að mínir menn vildu sækja sigurinn."

Liðið hefur náð í 4 af 6 stigum mögulegum gegn Víking Ó. og Þór í síðustu tveimur leikjum.

„Fjögur stig úr þessum tveimur leikjum finnst mér sterkt þótt ég vilji alltaf sigur en þá hef ég oft verið ósáttar en eftir þennan leik."

Leiknir R. er næsta verkefni Keflvíkinga.

„Mér líst bara vel á það. Mér líst alltaf vel á fótboltaleiki. Þeir eru með hörkulið og eru í þessum pakka þannig við þurfum að vera í okkar besta standi og fá fólkið með okkur til að landa sigrinum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir