Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   lau 22. júní 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barrenechea að ná samkomulagi við Aston Villa
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að félagaskipti Douglas Luiz frá Aston Villa til Juventus séu við það að ganga í gegn eftir að argentínski miðjumaðurinn Enzo Barrenechea samþykkti að fara hina leiðina og ganga í raðir Aston Villa.

Douglas Luiz er brasilískur miðjumaður sem hefur leikið lykilhlutverk í liði Aston Villa undanfarin misseri. Hann er í brasilíska landsliðshópnum sem spilar á Copa América og hefur Thiago Motta, nýráðinn þjálfari Juventus, gífurlega miklar mætur á honum.

Juve borgar um 25 milljónir evra til að kaupa Luiz, auk þess að skipta tveimur leikmönnum til Villa.

Upprunalega átti Villa að fá kantmanninn efnilega Samuel Iling-Junior og bandaríska miðjumanninn Weston McKennie, en McKennie hafnaði félagaskiptunum vegna peningamála.

Þá komust félögin að því að Barrenechea gæti verið tilvalinn fyrir Villa, en hann er 23 ára gamall og gerði góða hluti á láni hjá Frosinone á síðustu leiktíð.

Barrenechea er varnarsinnaður miðjumaður sem ólst upp hjá Newell's Old Boys í Argentínu áður en hann flutti til Evrópu til að spila með Sion í Sviss og var fljótt fenginn yfir til Juventus.

Juventus heldur 10% af endursölurétti Barrenechea ef Aston Villa selur hann í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner