Man Utd vill Ait-Nouri og hefur líka áhuga á Nkunku - Fulham og Leicester vilja fá Ferguson lánaðan - Dyche með fullan stuðning
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   lau 22. júlí 2023 20:16
Fótbolti.net
Davíð Smári: Maður verður stundum vitlaus og barnalegur
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vestri vann 1-0 sigur gegn Þór í Lengjudeild karla í dag. Eina mark leiksins skoraði Silas Songani á 80. mínútu. Með sigrinum komst Vestri upp í sjötta sætið en Þór er í því níunda.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Þór

„Ég er gríðarlega, gríðarlega ánægður með að hafa náð að koma þessu marki inn," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra eftir leikinn.

„Þetta var ofboðslega þungur leikur, ekki sérstakur af okkar hálfu og það er gott að vinna þannig leiki. Við vorum alls ekki sérstakir, en þrjú stig. Þetta er öfugt við það sem hefur verið, við höfum verið að spila vel en úrslitin ekki komið. Í dag spiluðum við ekki vel en úrslitin komu."

Vestramenn voru ekki sáttir við dómgæsluna eftir jafntefli gegn ÍA nýverið. Davíð lét óánægju sína í ljós en það hefur verið umræða um að Vestramenn séu of gjarnir á að kenna dómurum um þegar illa fer.

„Það hefur verið eitthvað umtal um að við séum að kvarta yfir dómurum. Ég er þannig gerður að ég á erfitt með að tapa, ég kann ekki að tapa. Stundum þegar maður tapar þá verður maður vitlaus og barnalegur," segir Davíð hreinskilinn.

Hann viðurkennir að aðalatriðið í viðtalinu við hann eftir leikinn á Skaganum hefði frekar átt að vera góð spilamennska síns liðs í umræddum leik.

Hér að neðan má svo sjá viðtal við Þorlák Árnason, þjálfara Þórs, eftir leikinn í dag. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó úrslitin hafi ekki verið þau sem Akureyringar vildu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner