Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
banner
   lau 22. júlí 2023 20:16
Fótbolti.net
Davíð Smári: Maður verður stundum vitlaus og barnalegur
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vestri vann 1-0 sigur gegn Þór í Lengjudeild karla í dag. Eina mark leiksins skoraði Silas Songani á 80. mínútu. Með sigrinum komst Vestri upp í sjötta sætið en Þór er í því níunda.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Þór

„Ég er gríðarlega, gríðarlega ánægður með að hafa náð að koma þessu marki inn," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra eftir leikinn.

„Þetta var ofboðslega þungur leikur, ekki sérstakur af okkar hálfu og það er gott að vinna þannig leiki. Við vorum alls ekki sérstakir, en þrjú stig. Þetta er öfugt við það sem hefur verið, við höfum verið að spila vel en úrslitin ekki komið. Í dag spiluðum við ekki vel en úrslitin komu."

Vestramenn voru ekki sáttir við dómgæsluna eftir jafntefli gegn ÍA nýverið. Davíð lét óánægju sína í ljós en það hefur verið umræða um að Vestramenn séu of gjarnir á að kenna dómurum um þegar illa fer.

„Það hefur verið eitthvað umtal um að við séum að kvarta yfir dómurum. Ég er þannig gerður að ég á erfitt með að tapa, ég kann ekki að tapa. Stundum þegar maður tapar þá verður maður vitlaus og barnalegur," segir Davíð hreinskilinn.

Hann viðurkennir að aðalatriðið í viðtalinu við hann eftir leikinn á Skaganum hefði frekar átt að vera góð spilamennska síns liðs í umræddum leik.

Hér að neðan má svo sjá viðtal við Þorlák Árnason, þjálfara Þórs, eftir leikinn í dag. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó úrslitin hafi ekki verið þau sem Akureyringar vildu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner