Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   lau 22. júlí 2023 20:16
Fótbolti.net
Davíð Smári: Maður verður stundum vitlaus og barnalegur
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vestri vann 1-0 sigur gegn Þór í Lengjudeild karla í dag. Eina mark leiksins skoraði Silas Songani á 80. mínútu. Með sigrinum komst Vestri upp í sjötta sætið en Þór er í því níunda.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Þór

„Ég er gríðarlega, gríðarlega ánægður með að hafa náð að koma þessu marki inn," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra eftir leikinn.

„Þetta var ofboðslega þungur leikur, ekki sérstakur af okkar hálfu og það er gott að vinna þannig leiki. Við vorum alls ekki sérstakir, en þrjú stig. Þetta er öfugt við það sem hefur verið, við höfum verið að spila vel en úrslitin ekki komið. Í dag spiluðum við ekki vel en úrslitin komu."

Vestramenn voru ekki sáttir við dómgæsluna eftir jafntefli gegn ÍA nýverið. Davíð lét óánægju sína í ljós en það hefur verið umræða um að Vestramenn séu of gjarnir á að kenna dómurum um þegar illa fer.

„Það hefur verið eitthvað umtal um að við séum að kvarta yfir dómurum. Ég er þannig gerður að ég á erfitt með að tapa, ég kann ekki að tapa. Stundum þegar maður tapar þá verður maður vitlaus og barnalegur," segir Davíð hreinskilinn.

Hann viðurkennir að aðalatriðið í viðtalinu við hann eftir leikinn á Skaganum hefði frekar átt að vera góð spilamennska síns liðs í umræddum leik.

Hér að neðan má svo sjá viðtal við Þorlák Árnason, þjálfara Þórs, eftir leikinn í dag. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó úrslitin hafi ekki verið þau sem Akureyringar vildu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner