Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   lau 22. júlí 2023 20:16
Fótbolti.net
Davíð Smári: Maður verður stundum vitlaus og barnalegur
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vestri vann 1-0 sigur gegn Þór í Lengjudeild karla í dag. Eina mark leiksins skoraði Silas Songani á 80. mínútu. Með sigrinum komst Vestri upp í sjötta sætið en Þór er í því níunda.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Þór

„Ég er gríðarlega, gríðarlega ánægður með að hafa náð að koma þessu marki inn," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra eftir leikinn.

„Þetta var ofboðslega þungur leikur, ekki sérstakur af okkar hálfu og það er gott að vinna þannig leiki. Við vorum alls ekki sérstakir, en þrjú stig. Þetta er öfugt við það sem hefur verið, við höfum verið að spila vel en úrslitin ekki komið. Í dag spiluðum við ekki vel en úrslitin komu."

Vestramenn voru ekki sáttir við dómgæsluna eftir jafntefli gegn ÍA nýverið. Davíð lét óánægju sína í ljós en það hefur verið umræða um að Vestramenn séu of gjarnir á að kenna dómurum um þegar illa fer.

„Það hefur verið eitthvað umtal um að við séum að kvarta yfir dómurum. Ég er þannig gerður að ég á erfitt með að tapa, ég kann ekki að tapa. Stundum þegar maður tapar þá verður maður vitlaus og barnalegur," segir Davíð hreinskilinn.

Hann viðurkennir að aðalatriðið í viðtalinu við hann eftir leikinn á Skaganum hefði frekar átt að vera góð spilamennska síns liðs í umræddum leik.

Hér að neðan má svo sjá viðtal við Þorlák Árnason, þjálfara Þórs, eftir leikinn í dag. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó úrslitin hafi ekki verið þau sem Akureyringar vildu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner