Landsliðsmaður Úsbekistan orðaður við Man City - Liverpool hafnar tilboðum í Doak - Cunha til Arsenal?
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
   lau 22. júlí 2023 20:16
Fótbolti.net
Davíð Smári: Maður verður stundum vitlaus og barnalegur
Lengjudeildin
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vestri vann 1-0 sigur gegn Þór í Lengjudeild karla í dag. Eina mark leiksins skoraði Silas Songani á 80. mínútu. Með sigrinum komst Vestri upp í sjötta sætið en Þór er í því níunda.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 Þór

„Ég er gríðarlega, gríðarlega ánægður með að hafa náð að koma þessu marki inn," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra eftir leikinn.

„Þetta var ofboðslega þungur leikur, ekki sérstakur af okkar hálfu og það er gott að vinna þannig leiki. Við vorum alls ekki sérstakir, en þrjú stig. Þetta er öfugt við það sem hefur verið, við höfum verið að spila vel en úrslitin ekki komið. Í dag spiluðum við ekki vel en úrslitin komu."

Vestramenn voru ekki sáttir við dómgæsluna eftir jafntefli gegn ÍA nýverið. Davíð lét óánægju sína í ljós en það hefur verið umræða um að Vestramenn séu of gjarnir á að kenna dómurum um þegar illa fer.

„Það hefur verið eitthvað umtal um að við séum að kvarta yfir dómurum. Ég er þannig gerður að ég á erfitt með að tapa, ég kann ekki að tapa. Stundum þegar maður tapar þá verður maður vitlaus og barnalegur," segir Davíð hreinskilinn.

Hann viðurkennir að aðalatriðið í viðtalinu við hann eftir leikinn á Skaganum hefði frekar átt að vera góð spilamennska síns liðs í umræddum leik.

Hér að neðan má svo sjá viðtal við Þorlák Árnason, þjálfara Þórs, eftir leikinn í dag. Hann var ánægður með frammistöðu sinna manna þó úrslitin hafi ekki verið þau sem Akureyringar vildu.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner