Bayern München hefur hafnað 35 milljón evra tilboði frá Manchester United í Matthijs de Ligt.
Bild í Þýskalandi greinir frá þessu.
Bild í Þýskalandi greinir frá þessu.
Man Utd vill kaupa 24 ára gamla miðvörðinn en Erik ten Hag, stjóri United, þekkir hann vel eftir að hafa unnið með honum hjá Ajax.
De Ligt er nú þegar búinn að gera persónulegt samkomulag við Man Utd.
Það er talið að Bayern vilji að minnsta kosti fá 50 milljónir evra fyrir De Ligt en félagið keypti hann frá Juventus fyrir 67 milljónir evra sumarið 2022.
Athugasemdir