Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 22. júlí 2024 12:46
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Er KR hrokinn það mikill að þeir haldi að þeir geti ekki fallið?“
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
KR hefur ekki unnið leik í Bestu deildinni síðan í maí en liðið beið lægri hlut fyrir Breiðabliki 4-2 í gær. Þetta sögufrægasta lið landsins er aðeins tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Óskar Hrafn Þorvaldsson er kominn í starf yfirmanns fótboltamála hjá félaginu og háværar sögur um að hann taki við liðinu eftir tímabilið.

„Ég fékk það staðfest úr annarri heimild á miðvikudaginn að það sé bara klárt," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net og veltir fyrir sér hví hann taki ekki við strax.

„Er KR hrokinn það mikill að þeir haldi að þeir geti ekki fallið? Stuðningsmönnum KR finnst fáránlegt að þeir séu með einn besta þjálfara landsins á skrifstofunni að horfa niður. Ætlar hann að horfa niður þar til þeir fara niður?“

Fyrir tapið gegn Breiðabliki þá tapaði KR gegn Fram og gerði jafntefli við Fylki.

„Hvaða leiki ætla þeir að vinna? Úrslitin segja manni bara að þeir geti fallið," segir Elvar Geir Magnússon.

Pálmi Rafn Pálmason tók við liðinu eftir að Gregg Ryder var rekinn og tilkynnt var að hann yrði þjálfari út tímabilið. Gengi KR hefur hinsvegar versnað enn frekar.

„Af hverju voru þeir svona fljótir að tilkynna að hann yrði út tímabilið? Hann er þarna og ef hlutirnir eru ekki að ganga finnið þá þjálfara," segir Tómas.

Vísir tók það saman að KR er það lið sem hefur fengið fæst stig í Bestu deildinni í síðustu þrettán umferðum.
Útvarpsþátturinn - Ferðasögur og fótboltafréttir
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner