Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 22. júlí 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lúkas Magni í gríðarlega öflugt háskólalið
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli í júní þegar KR tilkynnti að varnarmaðurinn Lúkas Magni Magnason yrði ekki meira með liðinu á tímabilinu. Greint var frá því að hann væri á leið til Bandaríkjanna í háskólanám.

Hann fékk skólastyrk og mun stunda nám við Clemson háskólann og spila með Tígrunum. Clemson Tigers eru ríkjandi meistarar í NCAA 1 deildinni, sterkustu háskóladeildinni.

Eftir að Tígrarnir urðu meistarar voru sex leikmenn valdir í nýliðavalinu í MLS deildinni sem er öflugt.

Clemson er gríðarlega öflugur íþróttaskóli og ljóst að Lúkas á verk fyrir höndum að koma sér inn í byrjunarliðið. Hann ákvað að fara snemma til Bandaríkjanna til að koma sér inn í hlutina áður en tímabilið byrjar.

Lúkas 19 ára unglingalandsliðsmaður sem spilaði með U20 landsliðinu í mars. Hann kom við sögu í þremur deildarleikjum í vor og tólf deildarleikjum í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner