Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mán 22. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Myndu halda að hann yrði einn sá besti í deildinni fyrir ofan
Lengjudeildin
Jökull er kominn aftur í Aftureldingu.
Jökull er kominn aftur í Aftureldingu.
Mynd: Afturelding
„Það eru risafréttir frá Aftureldingu og risafréttir fyrir deildina," sagði Elvar Geir Magnússon þegar rætt var um nýjasta leikmann Aftureldingar í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Markvörðurinn Jökull Andrésson gekk í raðir félagsins á dögunum. Jökull, sem uppalinn er hjá Aftureldingu, snýr aftur í Msofellsbæinn eftir átta ár hjá Reading. Hann lék síðast með Aftureldingu sumarið 2016, lék þá mð 3. flokki.

Hann kemur á láni frá enska félaginu, en hann er samningsbundinn Reading fram á næsta sumar.

Jökull verður 23 ára eftir rúman mánuð. Hann á að baki einn A-landsleik og sjö leiki fyrir yngri landsliðin. Jökull hefur verið lánaður í C- og D-deildina á Englandi og spilað þar með Exeter, Carlisle, Morecambe og Stevenage. Hann varð fyrir því óláni að meiðast seint á síðasta ári og var lengi frá en er nú kominn af stað aftur.

„Maður myndi halda ef við myndum setja Jökul í Bestu deildina að þá væri hann pottþétt í hópi þriggja eða fjögurra bestu markvarða deildarinnar," sagði Elvar Geir.

„Maður myndi halda það," sagði Tómas Þór Þórðarson. „Miðað við hvar hann hefur verið að æfa, undir hvaða kringumstæðum og hvar hann hefur verið að spila... það verður vægast sagt fróðlegt að sjá hvað hann gerir núna og engin smá pressa."

„Það hefur verið stórt vandamál hjá Aftureldingu, markvarðarstaðan," sagði Elvar Geir.

Hægt er að hlusta á allan útvarpsþáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Ferðasögur og fótboltafréttir
Athugasemdir
banner