Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   mán 22. júlí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Segja að Man Utd sé að undirbúa tilboð í kólumbískan landsliðsmann
Mynd: Davíð Þór Friðjónsson
Vefmiðillinn Goal heldur því fram að Manchester United sé að undirbúa tilboð í Richard Rios, leikmann Palmeiras í Brasilíu.

Rios er 24 ára gamall miðjumaður sem heillaði áhorfendur Copa America upp úr skónum í Bandaríkjunum í sumar.

Kólumbíski landsliðsmaðurinn spilaði alla leiki liðsins er það komst í úrslit mótsins og skoraði hann þá eitt mark.

Goal segir að Manchester United hafi fylgst með honum undanfarið og sé nú reiðubúið að leggja fram 17 milljóna punda tilboð.

Ítalska félagið AC Milan hefur einnig verið að skoða Rios, sem er samningsbundinn Palmeiras til 2026.
Athugasemdir
banner
banner
banner