Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. ágúst 2019 15:02
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið leikmanna sem eru á lokaári samnings
Keylor Navas.
Keylor Navas.
Mynd: Getty Images
Toby Alderweireld.
Toby Alderweireld.
Mynd: Getty Images
Layvin Kurzawa.
Layvin Kurzawa.
Mynd: Getty Images
Fernandinho.
Fernandinho.
Mynd: Getty Images
Willian.
Willian.
Mynd: Getty Images
Timo Werner.
Timo Werner.
Mynd: Getty Images
Telegraph setti saman úrvalslið leikmanna sem eru komnir á lokaár samnings síns. Áhugavert!

Markvörður
Keylor Navas, 32 (Real Madrid)

Búist var við því að hann færi frá Bernabeu í sumar en endurkoma Zinedine Zidane breytti því. Thibaut Courtois er þó markvörður númer eitt.

Framtíðin? - Hann hefur verið sterklega orðaður við PSG og gæti orðið hluti af kaupum Real á Neymar!

Hægri bakvörður
Cedric Soares, 27 (Southampton)

Hefur spilað 33 landsleiki fyrir Portúgal og sýnt stöðugleika hjá Southampton. Að mörgu leyti vanmetinn leikmaður sem kemur með gott jafnvægi milli varnar og sóknar.

Framtíðin? - Fer eftir því hvernig samkeppnin við Tann Valery hjá Southampton endar. Soares gæti leitað annað eftir fleiri spilmínútum.

Miðvörður
Boubacar Kamara, 19 (Marseille)

Ungur og áhugaverður franskur miðvörður. Hann er ekki með sömu hæð og styrk og margir aðrir varnarmenn en er með mikla leikgreind.

Framtíðin? - Fer líklega á frjálsri sölu en stór félög í Evrópu horfa löngunaraugum til hans.

Miðvörður
Toby Alderweireld, 30 (Tottenham)

Oft talað um hann í hópi bestu miðvarða ensku úrvalsdeildarinnar. Gæti bætt varnir flestra félaga.

Framtíðin? - Fer líklega á frjálsri sölu í stórt félag í Evrópu. Engar fréttir berast af áhuga hans á að gera nýjan samning við Tottenham.

Vinstri bakvörður
Layvin Kurzawa, 26 (Paris Saint-Germain)

Frakkinn hefur ekki fest sig í sessi hjá PSG en meiðsli og óstöðugleiki hafa hindrað hann. Á köflum hefur hann náð að skína.

Framtíðin? - Gæti orðið áfram þar sem PSG er ekki með mikla breidd í þessari stöðu.

Varnarmiðjumaður
Boubakary Soumare, 20 (Lille)

Var í skugganum af Nicolas Pepe á síðasta tímabili en það vantar ekki gæðin. Manchester City og Wolves hafa sýnt honum áhuga.

Framtíðin? - Ef Soumare nær að bæta sig enn frekar á þessu tímabili gæti hann farið í stórt félag.

Varnarmiðjumaður
Fernandinho, 34 (Manchester City)

Brasilíumaðurinn var geggjaður á síðasta tímabili og klárt að hann á enn talsvert eftir á tanknum, þrátt fyrir að City hafi fengið Rodri í sumar.

Framtíðin? - Það kæmi ekki á óvart að sjá Fernandinho færa sig um set næsta sumar í leit að meiri spiltíma.

Sóknarmiðjumaður
Christian Eriksen, 27 (Tottenham)

Einn besti leikmaðurinn í sinni stöðu í ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár. Skorar og skapar mörk.

Framtíðin? - Tottenham hefur náð að halda Dananum hingað til en hefur félagið efni á því að missa Erikson fyrir ekkert?

Vinstri vængur
Ryan Fraser, 25 (Bournemouth)

Skotinn átti 22 stoðsendingar fyrir Bournemouth á síðasta tímabili. Arsenal var meðal félaga sem höfðu áhuga í sumar en Bournemouth setti háan verðmiða.

Framtíðin? - Fraser stefnir væntanlega á það að fara í stærra félag og það verður erfitt fyrir Bournemouth að halda honum.

Hægri vængur
Willian, 31 (Chelsea)

Það má deila um það hvort Brasilíumaðurinn hafi staðið undir væntingum hjá Chelsea. Á síðasta tímabili skoraði hann aðeins þrjú mörk og átti sjö stoðsendingar í 32 deildarleikjum.

Framtíðin? - Chelsea þarf væntanlega að velja á milli þess að halda honum eða Pedro ef horft er til samkeppninnar í hópnum.

Sóknarmaður
Timo Werner, 23 (RB Leizig)

Mest spennandi ungi sóknarmaður Þýskalands. Með hraða, styrk og auga fyrir mörkum. Skoraði sextán mörk á síðasta tímabili og ljóst að mörg félög horfa til hans.

Framtíðin? - Bayern München hefur mikinn áhuga á Werner og það er ólíklegt að hann muni fara inn í sitt fimmta tímabil með Leipzig. Kæmi ekki á óvart að sjá hann semja við Bayern í vetur.
Athugasemdir
banner
banner
banner