Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   lau 22. september 2018 17:04
Hulda Mýrdal
Pétur Péturs: Komið mest á óvart að stjórnarmenn eru að taka viðtöl við mig eftir leik
Kvenaboltinn
Pétur þjálfari Vals
Pétur þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson þjálfari Vals var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur á Breiðablik í lokaumferð Pepsideildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Það hlýtur að vera gott að enda þetta á sigri?
"Já það er alltaf gott að vinna og mjög gott að enda síðasta leikinn á móti Breiðablik á sigri."

En ef þú lítur yfir tímabilið. Þetta hljóta að vera vonbrigði?
"Já við náttúrulega vildum fara í baráttuna eða sem sagt meiri baráttu um titilinn. Það gekk ekki. Spiluðum samt marga góða leiki og fengum fullt af færum til að klára ýmsa leiki í sumar. Það gekk ekki upp. Neinei við erum ekkert sátt við að vera í fjórða sæti."

Þetta er þitt fyrsta tímabil sem þjálfari hjá Val Kom eitthvað þér á óvart varðandi deildina?
"Auðvitað veit ég meira núna heldur en í nóvember í fyrra. Það sem hefur komið mér mest á óvart er að stjórnarmenn í félögum skuli vera að taka viðtal við mann alltaf eftir leik. Aðeins að klína á þá! Nei, nei þetta er hörkudeild og auðvitað er ég búin að læra heilan helling" En Pétur hefur oft lent í því að félögin hafi sjálf þurft að taka viðtöl fyrir Stöð2 Sport eftir leiki í Pepsideild kvenna.

Nú var ykkur spáð toppbaráttunni fyrir mót. Þú ert með marga mjög góða leikmenn. Mun Valur hreinsa til eftir tímabilið?
"Hvaða bull er þetta? Við sjáum hvernig staðan er. Þetta eru allt saman frábærir leikmenn. Það er enginn hreinsun í gangi hjá Val. "

Nú enda Blikar sem Íslandsmeistarar. Þær eru með frekar ungt lið, það er ekkert sem þér kitlar að gera að yngja liðið upp?
"Við erum bara með samningsbundna leikmenn hjá Val. Það skiptir engu máli hvað þær eru gamlar ef þær eru góðar."

Nánar er rætt við Pétur um það sem hefði mátt betur fara í sumar, framhaldið og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner