Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   lau 22. september 2018 17:04
Hulda Mýrdal
Pétur Péturs: Komið mest á óvart að stjórnarmenn eru að taka viðtöl við mig eftir leik
Pétur þjálfari Vals
Pétur þjálfari Vals
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Pétursson þjálfari Vals var að vonum sáttur eftir 3-2 sigur á Breiðablik í lokaumferð Pepsideildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Valur 3 -  2 Breiðablik

Það hlýtur að vera gott að enda þetta á sigri?
"Já það er alltaf gott að vinna og mjög gott að enda síðasta leikinn á móti Breiðablik á sigri."

En ef þú lítur yfir tímabilið. Þetta hljóta að vera vonbrigði?
"Já við náttúrulega vildum fara í baráttuna eða sem sagt meiri baráttu um titilinn. Það gekk ekki. Spiluðum samt marga góða leiki og fengum fullt af færum til að klára ýmsa leiki í sumar. Það gekk ekki upp. Neinei við erum ekkert sátt við að vera í fjórða sæti."

Þetta er þitt fyrsta tímabil sem þjálfari hjá Val Kom eitthvað þér á óvart varðandi deildina?
"Auðvitað veit ég meira núna heldur en í nóvember í fyrra. Það sem hefur komið mér mest á óvart er að stjórnarmenn í félögum skuli vera að taka viðtal við mann alltaf eftir leik. Aðeins að klína á þá! Nei, nei þetta er hörkudeild og auðvitað er ég búin að læra heilan helling" En Pétur hefur oft lent í því að félögin hafi sjálf þurft að taka viðtöl fyrir Stöð2 Sport eftir leiki í Pepsideild kvenna.

Nú var ykkur spáð toppbaráttunni fyrir mót. Þú ert með marga mjög góða leikmenn. Mun Valur hreinsa til eftir tímabilið?
"Hvaða bull er þetta? Við sjáum hvernig staðan er. Þetta eru allt saman frábærir leikmenn. Það er enginn hreinsun í gangi hjá Val. "

Nú enda Blikar sem Íslandsmeistarar. Þær eru með frekar ungt lið, það er ekkert sem þér kitlar að gera að yngja liðið upp?
"Við erum bara með samningsbundna leikmenn hjá Val. Það skiptir engu máli hvað þær eru gamlar ef þær eru góðar."

Nánar er rætt við Pétur um það sem hefði mátt betur fara í sumar, framhaldið og fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner