Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   sun 22. september 2019 16:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Brynjar Björn: Erfitt að skilja að það sé hægt að dæma víti í þessu 'mómi'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er súr, mér fannst við betri í leiknum meira og minna. Við héldum ágætlega í boltann og sköpuðum að ég held fleiri færi, sagði Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, eftir 1-1 jafntefli við ÍA í næst síðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.

Lestu um leikinn: HK 1 - 1 ÍA.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í spilaranum efst í fréttinni.

„Við vorum óskynsamir síðustu tíu mínúturnar að koma ekki boltanum hærra upp á völlinn og halda betur í hann."

„Við gerum illa, töpum boltanum og brjótum af okkur. Svo er einhver darraðadans í teignum þar sem ég held að sé ómögulegt að sjá hvort það sé brot á okkur eða brot á þá. Ég á erfitt með að skilja að það sé hægt að gefa víti í þessu mómenti."

„Mér fannst við vera með ágætis tök á leiknum og svo eru menn búnir að vera meiddir og tveir í banni,"
sagði Brynjar að lokum aðspurður af hverju hann notaði einungis eina skiptingu í leiknum.
Athugasemdir
banner