Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 22. september 2020 21:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Deildabikarinn: Tvö mörk undir lokin innsigluðu sigur United
Mata og Rashford
Mata og Rashford
Mynd: Getty Images
Luton 0 - 3 Manchester Utd
0-1 Juan Mata ('44 , víti)
0-2 Marcus Rashford ('88)
0-3 Mason Greenwood ('92)

Lokaleikur kvöldsins í enska deildabikarnum var rétt í þessu að ljúka. Manchester United og Luton mættu með breytt lið frá síðustu deildarleikjum. Einungis Harry Maguire byrjaði í liði Man Utd af þeim sem byrjuðu í tapi gegn Crystal Palace á laugardag.

Juan Mata fékk fyrsta góða færi leiksins á 14. mínútu en brást bogalistin. Hann fékk enn betra færi á 44. mínútu þegar hann fór á vítapunktinn. Mata skoraði úr vítinu og United leiddi í hálfleik.

Jesse Lingard og Donny Van de Beek fengu fín færi í seinni hálfleik en tókst ekki að skora. Tom Lockyer fékk svo fínt færi hjá Luton á 82. mínútu en Dean Henderson í marki United varði.

Marcus Rashford skoraði annað mark United á 88. mínútu. Hann og Mason Greenwood, sem lagði markið upp, komu inn á sem varamenn í leiknum. Mason Greenwood skoraði svo sjálfur þriðja markið á 92. mínútu og reyndist það lokamark leiksins. United er því komið í 4. umferð keppninnar.

Önnur úrslit:
Deildabikarinn: WBA úr leik - West Ham skoraði fimm
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner