„Svo mikilvægt að ná í þessi fyrstu þrjú stig í þessari Þjóðadeild, sama hvernig við gerðum það. Við börðumst bara og tókum þessi þrjú stig," sagði Hildur Antonsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins eftir 1-0 sigur gegn Wales í fyrsta leik í Þjóðadeildinni í kvöld. Hildur var að spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir Ísland og spilaði hún allan leikinn.
„Ótrúlega tóð [tilfinningin] og ótrúlega mikill heiður að fá að spila landsleik. Þetta er búið að vera markmið ótrúlega lengi og ég er mjög stolt af því að geta 'checkað' þetta markmið."
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 0 Wales
Það hafa orðið miklar leikmannabreytingar innan landsliðshópsins á síðasta ári, reynslumiklir leikmenn lagt skóna á hilluna og voru nokkrir leikmenn að spila sinn fyrsta keppnisleik í kvöld.
„Við erum búin að missa ótrúlega stóra karaktera, en aftur á móti eru sterkir leikmenn að koma inn, yngri leikmenn og síðan er þetta náttúrlega Ísland, það þekkja allir alla. Þannig við þekkjum styrkleika hjá öllum og ert vanur að spila á móti leikmönnum eða með leikmönnum, eins og ég hef spilað með langflestum leikmönnunum í þessu liði áður, þannig það er ekkert nýtt fyrir mér," sagði Hildur.
Nánar er rætt við Hildi í spilaranum hér að ofan.