Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   fös 22. september 2023 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrjár spila sinn fyrsta keppnisleik - Langþráð fyrir Söndru Maríu
watermark Telma byrjar í dag.
Telma byrjar í dag.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þrír leikmenn munu í kvöld spila sinn fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið er stelpurnar okkar mæta Wales í Þjóðadeildinni.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Wales

Telma Ívarsdóttir er í markinu og hún er að fara að spila sinn fimmta A-landsleik. Þetta er hennar fyrsti keppnisleikur.

Diljá Ýr Zomers, sem er í dag að spila í bakverði, er að spila sinn sjöunda A-landsleik en þetta er hennar fyrsti keppnisleikur með landsliðinu.

Þá er miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir einnig að spila sinn fyrsta keppnisleik en hún á að baki fimm A-landsleiki.

Sandra María Jessen byrjar þá í dag en þetta er hennar fyrsti keppnisleikur í sex ár. Hún lék síðast keppnisleik í undankeppni HM 2019 í 8-0 sigri á Færeyjum árið 2017. Sandra María eignaðist sitt fyrsta barn árið 2021 en hún hefur einnig glímt nokkuð við meiðsli síðustu ár.

Það er mjög mikil reynsla farin úr liðinu og margir leikmenn eru að taka að sér stærra hlutverk.
Athugasemdir
banner
banner
banner