Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 22. október 2019 10:03
Magnús Már Einarsson
Dómari gerði mistök í titilbaráttu í Svíþjóð - Mætti í viðtal eftir leik
Kristoffer Karlsson er FIFA dómari.  Hér dæmir hann leik hjá Wolves í Evrópudeildinni í sumar.
Kristoffer Karlsson er FIFA dómari. Hér dæmir hann leik hjá Wolves í Evrópudeildinni í sumar.
Mynd: Getty Images
Hammarby er í 2. sætinu þegar tvær umferðir eru eftir.
Hammarby er í 2. sætinu þegar tvær umferðir eru eftir.
Mynd: Getty Images
Dómarinn Kristoffer Karlsson mætti í sjónvarpsviðtal eftir leik Djurgarden og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Leikurinn skipti miklu máli í titilbaráttunni í Svíþjóð en eftir leik viðurkenndi Karlsson mistök sem hann gerði í leiknum.

Djurgarden vann leikinn 1-0 en Gautaborg hefði átt að fá vítapsyrnu þegar Jacob Une Larsson felldi Giorgij Charaisjvili. Karlsson dómari dæmdi ekkert og viðurkenndi mistök sín fúslega eftir leik.

„Ég missti af þessu atviki og þetta var rangt hjá mér. Tilfinning mín eru vonbrigði með þessa ákvörðun," sagði Karlsson í viðtalinu eftir leik en í Svíþjóð geta dómarar mætt í viðtöl eftir leik og útskýrt ákvarðanir sínar.

Karlsson sagðist einnig hafa haldið að Charaisjvili hefði runnið á vellinum en hann missti af því þegar Larsson sparkaði í hann.

Sigurmark leiksins kom eftir hornspyrnu en Djurgarden hefði aldrei átt að fá þá hornspyrnu þar sem rangstaða var í aðdraganda hennar.

„Þegar kemur að rangstöðu þá er þetta erfið ákvörðun fyrir kollega mína. Það sést að þetta var röng ákvörðun. Ég er sá fyrsti til að styðja innkomu VAR," sagði Karlsson.

Djurgarden náði þriggja stiga forskoti á toppnum með sigrinum í gær. Djurgarden er þremur stigum á undan Hammarby, Malmö og AIK þegar tvær umferðir eru eftir. Aron Jóhannsson spilar með Hammarby, Arnór Ingvi Traustason með Malmö og Kolbeinn Sigþórsson með AIK.

Hér má horfa á viðtalið við Karlsson dómara
Athugasemdir
banner
banner
banner