Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 22. október 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Modric getur ekki varið titilinn - Neymar og Pogba koma ekki til greina
Í gær var tilkynnt um þá þrjátíu leikmenn sem koma til greina sem besti leikmaður í heimi en valið verður á Ballon d'Or verðlaunahátíðinni þann 2. desember.

Nokkur stór nöfn koma ekki til greina á listanum. Enginn Paul Pogba er á listanum, Neymar kemur ekki til greina og Harry Kane, framherji Tottenham, komst ekki á þrjátíu manna listann. Þá voru N'Golo Kante, Andrew Robertson og Jan Oblak ekki á lista.

Sjá einnig: Fyrst var tilkynnt um 20 menn af 30 og svo var tilkynnt um síðustu tíu.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem sá sem var valinn sá besti árið áður kemst ekki á 30 manna lista af leikmönnum sem koma til greina sem sá besti á árinu sem fylgir.


Athugasemdir
banner
banner